Einstaklinga án skylduerfingja

Þjónustan er í boði fyrir ?
1. Einstaklinga sem eiga enga skylduerfingja og
2. eru fjárráða

Hvað felst í samningnum ?
1. Útbúin er erfðaskrá sem send er heim að dyrum.
2. Lögfræðileg aðstoð er viðkemur erfðaskrá aðila.

Hvernig fer þetta fram ?
Þegar við höfum móttekið pöntun þína fer lögfræðingur yfir þær upplýsingar sem þú hefur látið í té og útbýr erfðaskrána. Ef upplýsingar eru ófullnægjandi mun lögfræðingur hafa samband við þig með tölvupósti. Vinsamlegast athugið að það er þinn hagur og á þína ábyrgð að upplýsingarnar séu réttar og ítarlegar.

Erfðaskráin verður svo send með pósti innan 2-4 virka daga. Tafir geta orðið ef málið er vandasamt og þar af leiðandi tekið lengri tíma.

Vinsamlegast fyllið út spurningarlistann hér fyrir neðan. Svara þarf öllum spurningum. Um leið og pöntun hefur verið móttekin er ekki hægt að afturkalla hana en engu að síður er hægt að breyta samningnum ef eitthvað hefur misfarist við pöntun.

Til að koma í veg fyrir falskar bókanir munum við ekki byrja á gerð samninga fyrr en greitt hefur verið inn á rkn. 1102-26-004602, kt. 460309-1310 eða greiðsluseðill verið greiddur og kvittun send á erfdaskra@erfdaskra.is með þínu nafni sem athugasemd. Við bjóðum uppá greiðsludreifingu til 3 mánaða.