Erfðaskrá

Erfðaskrár eru skriflegur löggerningur manna um hvernig skuli ráðstafa eignum þeirra að þeim látnum.

Samkvæmt 34. gr. erfðalaga eru, allir þeir sem eru 18 ára og eldri, heilir andlegri heilsu á þann hátt að þeir séu færir um að gera erfðaskrá á skynsamlegan hátt, heimilt að gera erfðaskrá.

Í nútíma samfélagi eru fjölskyldubönd oft mjög flókin og ekki skýr hver réttarstaða einstaklingana er. Sem dæmi erfa stjúpbörn ekki sjálfkrafa stjúpforeldra sína og ekki er sjálfsagt að annað hjóna geti setið í óskiptu búi við lát hins. Sambúðarfólk erfa ekki hvort annað nema gerð sé erfðaskrá um að svo verði. Nauðsynlegt er því að einstaklingar, hjón og sambúðarfólk hagi málum sínum svo að réttarstaða allra sé ljós. Hægt er að gera slíkt með erfðaskrám.

Hafðu samband

Við höfum móttekið póstinn frá þér.

Við munum vera í sambandi innan 2-3 virkra daga.